ISLEX
orðabókin
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
ISLEX-verkefniðISLEX er margmála orðabókarverk á vefnum með íslensku sem viðfangsmál og dönsku, sænsku, norskt bókmál, nýnorsku og færeysku sem markmál. ISLEX er samstarfsverkefni sex fræðastofnana, á Íslandi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og Finnlandi. Þær eru:
Íslenska ritstjórnin ber ábyrgð á viðfangsmálinu og mótun og þróun gagnagrunnsins fyrir ISLEX. Vinna við markmálin er í umsjón og á ábyrgð ritstjórna í hverju landi fyrir sig. ISLEX-verkefnið hófst árið 2005 og var opnað á vefnum í nóvember 2011. Við ritstjórnina er notaður veftengdur gagnagrunnur sem er sérstaklega hannaður fyrir verkefnið. Í ISLEX eru kostir rafrænnar miðlunar látnir njóta sín og er orðabókin studd myndefni, og framburður allra íslensku uppflettiorðanna er lesinn upp sem hljóð. Sýnd eru full beygingardæmi allra beygjanlegra uppflettiorða með tenglum í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, en það verkefni er einnig unnið hjá SÁM. ISLEX-orðabókin er fyrsta rafræna orðabókin sem tengir saman mörg norræn mál. Hún hefur að geyma um 50.000 flettur og þýðingar á þeim. Orðabókin lýsir íslensku nútímamáli þar sem áhersla er lögð á að sýna fjölbreytileg orðasambönd, fasta orðanotkun og dæmi með þýðingum á markmálin. Á vefsíðu orðabókarinnar er boðið upp á nokkra mismunandi leitarmöguleika og þar er hægt að velja markmálið sem þýðingarnar birtast á. ISLEX hentar vel til að fá innsýn í samhengi íslensku við önnur Norðurlandamál. ISLEX er ætlað að þjóna þörfum ólíkra notendahópa. Sem íslensk-skandinavísk orðabók miðast hún annars vegar við þarfir sænskra, norskra og danskra notenda, m.a. vegna þýðinga úr íslensku og náms og kennslu í íslensku á Norðurlöndunum. Hins vegar nýtist hún íslenskum notendum sem vilja finna viðeigandi orðalag á tilteknu markmáli. ISLEX felur í sér mikilvægt framlag til þess að styrkja menningartengsl og efla málskilning á milli norðurlandaþjóðanna. Aðilar að samstarfinu
Efst á síðu Starfsmenn ISLEXÍsland
![]() ISLEX-fundur í Helsinki í október 2014. Bjarni og Zakaris frá Færeyjum. ![]() Starfsmenn og samráðsnefnd ISLEX í nóvember 2011. Efst á síðu Tölur um ISLEXTölur um ISLEX
Efst á síðu Styrktaraðilar ISLEX-verkefnisins
Efst á síðu ![]() Ritstjórnarfundur í Kaupmannahöfn í mars 2009. Greinar og skýrslur um ISLEX-verkefniðWhat is a Target Language in an Electronic Dictionary?Grein um markmálin í ráðstefnuriti eLex (2015) (á ensku) ISLEX - a Multilingual Web Dictionary Grein um ISLEX-orðabókina í ráðstefnuriti LREC (2014) (á ensku) ISLEX - norræn margmála orðabók Nokkuð ítarleg grein um ISLEX-orðabókina í Orði og tungu 15 (2013) (á íslensku) Tvåspråkig lexikografi – ny teknik, nya funktioner. Den digitala ordboken som parallellkorpus Grein í Meijerbergs Arkiv för svensk ordforskning (2012) (á sænsku) Ekvivalensrelationer i tvåspråkig lexikografi Grein í LexicoNordica 19 (2012) (á sænsku) Ein-, to- eller fleirspråkleg ordbok? Grein í Nordiska studier i lexikografi 11 (2012) (á norsku) ISLEX - En flersproget nordisk ordbog Grein í Nordiska studier i lexikografi 11 (2012) (á dönsku) ISLEX-ordbogen Yfirlitsgrein um ISLEX (2009) (á dönsku) ISLEX á Euralex 2008 Grein um ISLEX í ráðstefnuriti EURALEX (2008) (á ensku) Um upphaf ISLEX Stutt greinargerð um upphaf ISLEX-verkefnisins (á íslensku) Ávarp A. Ljunggrens Skýrsla Anders Ljunggren, sendiherra Svíþjóðar, um tildrög íslensk-sænskrar orðabókar, frá nóvember 2011 (á sænsku) Ávarp Svavars Gestssonar Ávarp Svavars Gestssonar við opnun ISLEX í Gautaborg 2011 (á sænsku) Efst á síðu ![]() Reykjavík árið 1970 (mynd: Úlfar Helgason) ![]() Frá Kaupmannahöfn (mynd: Þórdís Úlfarsdóttir) ![]() Frá Bergen (mynd: Halldóra Jónsdóttir) ![]() Jón Hilmar Jónsson og Halldóra Jónsdóttir skoða rúnastein á Skáni í Svíþjóð (mynd: Þórdís Úlfarsdóttir) ![]() Frá Þórshöfn (mynd: Sif Gunnarsdóttir) ![]() Frá Helsinki (mynd: Þórdís Úlfarsdóttir) Efst á síðu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík |